Falun Gong

Augljóst er að það væri gott að koma saman til að minnast mótmælanna í fyrra, umræðan um atburðina er að komast af stað aftur og góður tími til að taka þetta til endurskoðunnar.

Síminn

Miðað við það sem ég hef heyrt þá er skeytið sem ég sendi Árna Pétri frænda (reyndar ekki beint frændi heldur svona óbeint) aðfaranótt sunnudags ekki komið, hugsanlega kemur það ekki fyrr en á morgun, þeir eru ekki fyrir að koma svona hlutum til skila á „rauðum dögum“. Er það nokkuð óeðlilegt? Er nokkurn tíman sem fólk heldur upp á áfanga á þessum „rauðu dögum“? Reyndar aðallega þessar fermingar og útskriftir en fólk sendir ekki skeyti á svoleiðis dögum… er það nokkuð?

Ég ætla að vona að þetta sé ekki satt sem ég var að heyra og að skeytið hafi komist til skila. Helvítis Síminn, allavega var hann þá hundlengi að koma þessu til skila ef þetta þá komst í gær.

Rauðhetta

Eftir mikla umhugsun hef ég rekist á nokkrar misfellur í hinu klassíska ævintýri Rauðhetta.

Í fyrsta lagi: Af hverju át Úlfurinn ekki Rauðhettu þegar hún var komin út af stígnum? Af hverju þurfti hann að bíða?

Í öðru lagi: Af hverju spurði Rauðhetta ekki hvers vegna „Amma“ væri svona loðin?

Og í þriðja lagi: Af hverju tugði hann ekki Rauðhettu og Ömmu hennar?

Og ég skal leyfa fólki að skrifa athugasemdir og dást að mínum frábæru athugasemdum.

Óli Menningarviti

Hlekkjandi ekkibloggandi

Sverrir var snöggur að uppfæra hlekkinn á mig. Ég vona að Molarnir uppfærist bráðum svo Sverrir komist aftur inn á listann hér við hliðina, vona að þetta uppfærist líka þannig að fólk geti séð þegar ég uppfæri.

Allir glaðir.

Annars var Eygló að halda því fram að vegna þess að ég er að nota MT þá sé ég farinn að blogga. Ég benti henni á að MT sé meðal annars notað af fréttasíðum og tólið segi því ekkert um hvort um blogg sé að ræða. Ég er því enn að halda dagbók á netinu en ekki að blogga.

Óli ekkibloggari

Flutningur

Ég er þá búinn að tilkynna flutninginn á gömlu síðunni, þvílík gleði.

Palli hefur sett inn fullt af skemmtilegum hlutum hér sem ég hef ákveðið að hunsa í bili eða bara nota ekki.

Kommentakerfi er dæmi um það sem ég ætla ekki að nota enda hefur fólk verið alveg nógu duglegt við að lýsa yfir andúð sinni á mér á hinum ýmsu bloggsíðum. Ef þú átt ekki bloggsíðu en vilt lýsa yfir andúð þinni á mér þá verð ég bara að segja að það er ekki mitt hlutverk að redda þér sápukassa.

Trackback þarf ég aðeins að skoða en ef það verður einungis til þess að benda fólki á síður þar sem verið er að lýsa yfir hatri á mér þá sé ég ekki pointið í bili.

Ég hef aldrei verið að fíla þetta hjá MT þegar maður þarf að klikka á „lesa meira“, alltaf litið á það sem bragð til að hækka töluna á teljaranum. Ég mun reyna að forðast það nema á löngum færslum (sem þessi gæti orðið).

Ég á eftir að læra að fikta í template’inu þannig að síðan verður ekkert falleg í bili og jafnvel bjánaleg meðan ég fikta.

Þið skiljið.

Einn spurning: Á ég að halda áfram að skrifa Óli undir allar færslur þó það komi alltaf hérna undir „posted by oligneisti“? Ég sé ekki fyrir mér að ég nenni því lengi.

Óli sem á ekki eftir að nenna að skrifa Óli undir færslur lengi í viðbót.