Netklám og foreldrar

Ég held að það sé netöryggisdagur í dag og þess vegna verð ég að skrifa smá færslu þó fólk gæti mögulega farið að snúa út úr þessu hjá mér. Hin einfalda staðreynd er að ég á börn og ég vil ekki að þau endi á vafasömum slóðum þegar þau fara í tölvur heima hjá vinum sínum og af því ég er frekar tölvuvanur þá get ég hjálpað fólki. Það er líka augljóst að þessi ráð eru ákaflega gagnleg í öðrum aðstæðum

Þegar rætt er um börn sem finna óvart klám- eða ofbeldissíður á netinu þá finnst mér vanta að það sé rætt um hvernig það gerist. Ég held að börnin séu ekki óvart að skrifa „XXX“ í leitarglugga. Ég held að börnin séu að finna síður sem foreldrarnir hafa opnað og vafrinn hefur vistað í minninu. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist er rétt að foreldrar læri að fela slóð sína fyrir börnunum. Það eru margar leiðir til þess.

Í Firefox og Chrome er hægt að opna glugga í „private“ og „incognito“ stillingum. Þá leggur vafrinn ekki á minnið hvaða síður eru opnaðar. Sömuleiðis eru báðir vafrarnir með „history“ stillingar þar sem maður getur eytt út úr minninu því sem maður hefur gert nýlega eða bara yfirhöfuð.

Það er líka gagnlegt að vita að hægt er að eyða sjálfsklárunarmöguleikum sem koma í felli listum, hvort sem er í leitar- eða vefslóðarglugganum, með því að setja músina yfir það sem maður vill eyða og ýta á Delete í Firefox og Shift+Delete í Chrome.

Ég hef annars ekki hundsvit á því hvernig maður gerir þetta í Internet Explorer.

Í leiðinni spyr ég hvort þú sért vanur netverji. Kíktu á prófið á Kviss.is.

Miðlífskrísa?

Ég sá þetta próf hjá Birni Fr.. Það þarf reyndar Explorer til að taka þetta en það er þannig séð þess virði.

Your ears aren’t what they once were and you have resorted to doing online hearing tests.

The highest pitched ultrasonic mosquito ringtone that I can hear is 12kHz

Find out which ultrasonic ringtones you can hear!

Trúarbragðapróf

Sá þetta próf hjá PB djákna.

You scored as Atheist, Your a born and bread athiest. you belive in jack shit. to you if science cant explain it then we havent dicovered enough yet.

Atheist
83%
Protestant
50%
Buddah
42%
agnostic
33%
Catholic
17%
Hindu
0%
islamic
0%
jew
0%
Born again
0%

what religon do you belong to
created with QuizFarm.com

Mótmælendastigin mín virðast koma af því að mér er sama þó prestar giftist og einhverjum öðrum svona mótmælendur vs. kaþólikka spurningum (t.d. páfinn er ekki fulltrúi guðs á jörðu). Búddastigin eru líklega af því að ég er á móti því að vera vondur við dýr. Ég er líka sammála því að altarisganga sé táknræn fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Ég er líka ósammála staðhæfingunni að vísindi séu allt sem maður þarfnast. Get ekki ímyndað mér marga trúleysingja sem myndu samþykkja þá fullyrðingu. Prófið er semsagt að mínu mati frekar gallað, ég hef allavega séð mörg betri.

Pólitíski áttavitinn enn og aftur

Sá tími ársins.  Það er komið að því að netprófið um stöðuna á Pólitíska áttavitanum gengur.  Ég held að ég komi örlítið hófsamar út í ár heldur en í fyrra.  Ekki mikið þó.
Your political compass
Economic Left/Right: -9.25
Social Libertarian/Authoritarian: -8.62

Hvar er Eggert staðsettur?  Það væri áhugavert.

En já, ég var að læra.

Prófið um mig….

Það sem ég sagði um sjálfan mig: clever, intelligent, silly, wise, witty,

Það sem aðrir sögðu um mig: idealistic (8), witty (8), intelligent (6), cheerful (4), dependable (4), helpful (4), clever (4), silly (4), brave (3), extroverted (3), knowledgable (3), logical (3), modest (3), organised (3), searching (3), trustworthy (3), complex (2), friendly (2), introverted (2), nervous (2), able (1), calm (1), confident (1), energetic (1), giving (1), happy (1), ingenious (1), kind (1), observant (1), patient (1), powerful (1), quiet (1), reflective (1), self-assertive (1), self-conscious (1), sensible (1), sentimental (1), spontaneous (1), warm (1),

En enginn nefndi: accepting, adaptable, bold, caring, dignified, independent, loving, mature, proud, relaxed, religious, responsive, shy, sympathetic, tense,

Það sem vekur kannski mesta athygli er að fólk nefnir töluvert misjafna hluti um mig, ekkert atriði nær helmingi atkvæða.  En 47% nefna að ég sé hnyttinn og hugsjónamaður, ég nefndi hið fyrrnefnda sjálfur.  Næst er það greindur.  Næst kemur glaðværðin (Óli brosir).  Ég veit ekki að hverju ég á að vera að leita.  Þrír segja mig úthverfan en tveir innhverfan.  Biggi segir að ég sé þögull en mig grunar að það tengist því að við hittumst oftast í hóp trúleysingja þar sem nær allir eru ákaflega málglaðir.  Þrír segja að ég sé hógvær.  Grunar að fleiri hefðu sagt að ég væri glaður með mig.

Bara tveir segja að ég sé flókinn en mér finnst fjölbreytnin í svörunum benda til annars.  Fólk virðist hafa ákaflega misjafna sýn á mig.  Enginn sagði hins vegar að ég væri vitur.  Ég er sár yfir því.