Hvernig dó He-Man?

Ég var að horfa á þættina The Toys That Made Us á Netflix. Mér þótti auðvitað mest spennandi að horfa á þáttinn um Masters of the Universe. Það voru leikföng minnar kynslóðar. Við sem vorum aðeins of ung til að ná öllu Star Wars dótinu.

Það skýrðist margt í þáttunum. Í fyrsta lagi þá var hugmyndin aldrei að þetta væri hópur sem myndaði samstæða heild sem þreifst í einum ákveðnum heimi. Þetta var svona hippsum happs. Það var bara reynt að búa til eitthvað sem myndi höfða til stráka. Síðan var ákveðið að láta litlu teiknimyndablöðin sem fylgdu með móta baksöguna. Svo voru teiknimyndirnar framleiddar af allt öðru fólki sem bjó til öðruvísi heim og bjuggu til persónuna Adam sem gjörbreytti He-Man. Það er líka magnað að Skeletor byggi á reynslu teiknara af því að sjá alvöru beinagrind. En það sem var áhugaverðast voru pælingarnar um hvers vegna leikföngin hættu skyndilega að seljast.

Ég vil þó byrja á að vísa á hinn dásamlega vef He-Man.org þaðan sem ég stal öllum þessum myndum. Þar er hægt að finna myndir af eiginlega öllu sem gefið hefur verið út af þessum leikföngum og upplýsingar um allt sem þessu tengist.

Fyrsta kynslóð

Upprunalegi He-Man
Upprunalegi He-Man

Upprunalegi Skeletor
Upprunalegi Skeletor

Stratos var kannski ekki svo merkilegur en hann Starri frændi minn náði einhvern veginn að gera hann goðumlíkan
Stratos var kannski ekki svo merkilegur en hann Starri frændi minn náði einhvern veginn að gera hann goðumlíkan

Man At Arms
Man At Arms

Sú skýring sem mér fannst ríma best við mína reynslu var að framleiðandinn, Mattel, hafi lagt of mikla áherslu á að búa til nýjar fígúrur í stað þess að framleiða fleiri af grunntýpunum. Ég fékk minn fyrsta Masterskall jólin 1984. Það var Trap Jaw sem var fyrsta persónan af annarri kynslóð. Hann er ótrúlega flottur en ég eignaðist aldrei upprunlega He-Man. Ég fékk í staðinn He-Man sem var hægt pota í þannig að það birtust rispur á honum.

Ég eignaðist ekki heldur upprunalegan Skeletor. Það var áberandi gap í annars glæsilegu safni. Það voru fleiri af þessum upprunalegu fígúrum sem maður get aldrei fengið. Þeir sem voru yngri en ég hafa væntanlega átt enn erfiðara en ég að eignast þessa kalla.

Önnur kynslóð

Ram-Man þótti mér alltaf frekar asnalegur en það var hægt að ýta honum niður og skjóta honum aftur upp.
Ram-Man þótti mér alltaf frekar asnalegur en það var hægt að ýta honum niður og skjóta honum aftur upp.

Evil-Lyn vakti ákveðnar hvatir hjá mér
Evil-Lyn vakti ákveðnar kenndir hjá mér

Man-E-Faces (ég átti tvo svoleiðis)
Man-E-Faces gat skipt um andlit (ég átti tvo svoleiðis)

 Tri-Klops
Tri-Klops gat skipt um auga

Þriðja kynslóð

He-Man varð ekki hetjulegri við að fá brynju
He-Man varð ekki hetjulegri við að fá brynju

Kobra Khan gat spítt vatni.
Kobra Khan gat spítt vatni.

Orko gat dansað um þegar hann hafði verið trekktur upp.
Orko gat dansað um þegar hann hafði verið trekktur upp.

Buzz-Off var vængjaður
Buzz-Off var vængjaður

Vandinn við nýrri fígúrur var líka að þær komu ekki fram í upprunalega teiknimyndunum. Þessar teiknimyndir voru grunnatriðið í allri markaðsetningunni. Hordak og aðrar persónur sem komu fram í myndinni The Secret of the Sword (sem fjallar um He-Man og tvíburasystur hans sem heitir She-Ra) voru í raun nægilega kynntar til að gera þær spennandi.

Hordak og Snákmenni (fjórða og fimmta kynslóð)

Hordak var flottur vondur kall
Hordak var flottur vondur kall

Grizzlor er eins og Beast-Man á sterum og hárvaxtarkremi
Grizzlor er eins og Beast-Man á sterum og hárvaxtarkremi

Ég á Rattlor ofan í kassa. Hann gat skotið höfðinu fram
Ég á Rattlor ofan í kassa. Hann gat skotið höfðinu fram

 Tung Lashor
Tung Lashor

En það komu fullt af fígúrum sem ekkert voru kynntar. Hugmyndir voru líka margnýttar þannig að það voru t.d. tveir kallar sem bjuggu yfir þeim frábæra hæfileika að breyta sér í stein og tveir kallar sem voru búnir til úr mörgum pörtum.

Endurtekningarsöm fimmta kynslóð

Stonedar
Stonedar

Rokkon
Rokkon

Multi-Bot
Multi-Bot

Modulok var upprunalegi partakallinn
Modulok var upprunalegi partakallinn

Leikföngin sem tengdust Dolph Lundgren myndinni voru jafn ómerkileg og myndin sjálf ku vera. Ég hef sjálfur látið vera að horfa á myndina. Það eitt að sjá hve asnalegir He-Man og Skeletor eru var nóg til að gera mig afhuga henni.

 

Sjötta og versta kynslóðin

Gwildor - Orko fátæka mannsins
Gwildor – Orko fátæka mannsins

Egg sem breytist í asnalegt tígrisdýr
Egg sem breytist í asnalegt tígrisdýr. Þriðja flokks Transformer.

Mosquitor
Mosquitor er reyndar eftirlætið mitt af þessari kynslóð. Hann „saug“ blóð og bringan hans varð rauð.

Þegar Masters voru upp á sitt besta þá var það mögnuð tilfinning að koma inn í Sigga Gumm og skoða alla kallana sem voru í boði. Ég man hins vegar eftir vonbrigðunum sem ég fann fyrir þegar ég kom inn í leikfangadeildina í Amaró, líklega árið 1989, og sá nýju útgáfuna af He-Man og Skeletor. Það var gjörsamlega búið að eyðileggja þá. Ég var tíu ára og áttaði mig á að þeirri gleði að eignast nýja Masterskalla væri endanlega lokið.

Nýi He-Man

Ljóti He-Man
Ljóti He-Man

Ekki ógnvekjandi Skeletor
Ekki ógnvekjandi Skeletor

 

Rick & Morty og He-Man

Roboto var uppfullur af tannhjólum sem snerust fram og til baka
Roboto var uppfullur af tannhjólum sem snerust fram og til baka

Gearhead í Rick & Morty er af plánetu sem er full af fólki sem eru uppfullt af tannhjólum.
Gearhead í Rick & Morty er af plánetu sem er full af fólki sem eru uppfullt af tannhjólum.

 

2 athugasemdir við “Hvernig dó He-Man?”

  1. Fyndið að sjá þetta. Eitt sem ég skil ekki samt er að ég átti fyrstu kynslóð af bæði he-man og skeletor ásamt græna tígrisdýrirnu og eitthvað meira nema það var gefið út sýnist mér um 1982 og kickerinn er að ég er fæddur árið á undan. Er núna mikið að leita í huganum að ástæðunni fyrir því að ég hafi fengið þessi leikföng því ég man ekki eftir að hafa fengið þau. Sem gæti þýtt að ég hafi fengið þau strax þarna eins árs?

Lokað er fyrir athugasemdir.